Hópar

Birkihof er falin perla í landi Syðri Reykja þar sem gott er að vera og njóta náttúrunnar.

Við tökum á móti hópum og einstaklingum og erum með rúm fyrir 18 manns,
2 eldhús og matsal þar sem einnig er hægt að halda fyrirlestra, yogatíma og hugleiðslustundir svo eitthvað sé. Hér er um að frábæran kost að ræða fyrir hópefli, óvissuferðir, ráðstefnur og eða heilsusamlega samveru fyrir fyrirtæki og hópa.

Hægt er að leigja staðinn til lengri eða skemmri tíma með eða án dagskrá.

Við bjóðum fyrirtækjum og hópum uppá fjölbreytta dagskrá sem er sett saman með það að markmiði að hópar tengist vel og nái hvíld og heilsusamlegri næringu andlega og líkamlega.